143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:00]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Breytingartillögur meiri hluta fjárlaganefndar eru margar hverjar til bóta og meira að segja samsvarandi tillögum minni hlutans sem felldar voru við 2. umr. þannig að við fögnum því, minni hlutinn, að sjálfsögðu. Það sem skiptir þó mestu máli er auðvitað desemberuppbótin, breytingartillaga þar um er á þskj. 415. Þar er gert ráð fyrir að 240 milljónir fari til þess að greiða desemberuppbót, tekjurnar til að borga þær 240 milljónir eru teknar úr Starfsendurhæfingarsjóði. En þegar mælt var fyrri tillögunni stóð minni hlutinn í þeirri trú að samkomulag væri um upphæðina sem færð var úr Starfsendurhæfingarsjóði, en svo mun ekki vera. Samkomulagið var um 240 milljónir en í tillögunni er gert ráð fyrir 279 milljónum og mismunurinn renni í ríkissjóð. Þess vegna munum við ekki greiða atkvæði 3. lið á þskj. 415 en erum að sjálfsögðu sammála bæði 1. og 2. lið.