143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:14]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Það er mikið ánægjuefni að tekist hafi samkomulag um það að greiða desemberuppbót, en það er algjör óþarfi að borga fyrir desemberuppbót upp á 240 millj. kr. með 288 millj. kr. Við teljum þess vegna engar forsendur fyrir því að styðja það að taka meira fé út úr Starfsendurhæfingarsjóði en þarf til að greiða desemberuppbótina og áttum okkur ekki alveg á hvers vegna þessi klípa er komin þarna til viðbótar. Hún er ekki í samræmi við það sem verkalýðshreyfingin gekk út frá í því samkomulagi sem unnið var um desemberuppbótina.