143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:21]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Atkvæðaskýring hv. þm. Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hér áðan var fyrir neðan allar hellur og ég nenni ekki einu sinni að svara henni. (Gripið fram í.) Ég læt það eitt duga að segja: Því miður er tilgangslaust að greiða atkvæði gegn þessari tillögu vegna þess að fjárheimildir til rekstrar á næsta ári hafa þegar verið felldar niður. Það er dapurlegur minnisvarði þessarar ríkisstjórnar í þessum málaflokki.