143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

Orkuveita Reykjavíkur.

178. mál
[12:34]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um frumvarp til laga um Orkuveitu Reykjavíkur. Núna þegar stefnir í að þessi uppskipting Orkuveitunnar verði lögfest vildi ég rétt koma í atkvæðaskýringu og þakka hv. atvinnuveganefnd fyrir góða vinnu að þessu máli.

Menn þekkja forsöguna, þessu hefur áður verið frestað í fjórgang en nú hefur þessi skipting verið lögfest og er þá jafnræði meðal allra orkufyrirtækja sem starfa hér á markaði. Þetta frumvarp hefur verið unnið í góðu samstarfi og góðri samvinnu við fyrirtækið. Ég get fullvissað menn um að stjórnendur fyrirtækisins eru í góðri sátt við þetta og þetta mun ekki hafa neikvæð áhrif á fjárhagsstöðuna.

Ég ítreka þakkir mínar til nefndarinnar fyrir góða vinnu að þessu máli.