143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

Orkuveita Reykjavíkur.

178. mál
[12:35]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil nota tækifærið og þakka sömuleiðis hv. atvinnuveganefnd fyrir góð störf. Í meðförum þingsins hefur málið tekið góðum breytingum. Núna ætti að vera tryggt að Orkuveita Reykjavíkur einbeitir sér að því sem Orkuveita Reykjavíkur er góð í, kjarnastarfseminni. Á þinginu varð slys á sínum tíma við lagasetningu um þetta ágæta fyrirtæki þegar Orkuveitan fór í ýmislegt annað sem kostaði landsmenn alla, í það minnsta alla þá sem njóta þjónustu hennar og eigendur hennar, mikla fjármuni. Ég tók það upp í umræðum og hv. atvinnuveganefnd tók mið af því.

Ég fagna þessum breytingum og þessari niðurstöðu.