143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

177. mál
[13:28]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Við munum vinna þetta betur og vonandi vinnum við það að einhverju leyti saman. Við erum örugglega sammála um að þarna er verið að fara með fé almennings eða fé sjóðfélaga og að þegar sjóðfélagar eða almenningur fela öðrum að fara með hagsmuni sína, vald sitt, sé grunnprinsipp að gegnsæi sé í því hvernig farið er með það vald og það fé til þess að sé hægt að fylgjast með því hvort verið sé að misfara með það og einnig að ákvörðun um það hverjir fara með féð sé lýðræðisleg. Ég hlakka til samstarfs í málinu.