143. löggjafarþing — 43. fundur,  19. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[18:53]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ef það er svo, sem mér þykir nú vera líklegt, í sambandi við þessi gjöld sem á að innheimta vegna skráningar, að hægt er að sýna fram á að kostnaðurinn við það að skrá er miklu lægri en skráningargjaldið sem er tekið þá er ekki stoð fyrir þessari gjaldtöku í lögum eins og hv. þingmaður nefnir. Mig langar að spyrja þingmanninn hvort hann viti hver það er sem ætti að kæra slíkt lögbrot. Hver ætti að fara fram og kæra að verið sé að brjóta lög?