143. löggjafarþing — 43. fundur,  19. des. 2013.

veiting ríkisborgararéttar.

245. mál
[20:27]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir breytingartillögu frá allsherjar- og menntamálanefnd. Við leggjum til að það verði 24 einstaklingar sem öðlist ríkisborgararétt samkvæmt sérstakri heimild í lögum um íslenskan ríkisborgararétt sem felur Alþingi það vald að veita ríkisborgararétt með lögum.

Nefndin tók málið inn á milli umræðna. Henni bárust ný gögn varðandi einstaklinga sem voru með umsóknir hjá nefndinni og fór yfir málið og bætti fimm einstaklingum við listann. Tillagan liggur hér fyrir. Ég vonast til þess að þingheimur allur ljái henni atkvæði sitt og segi já.