143. löggjafarþing — 44. fundur,  20. des. 2013.

tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014.

2. mál
[10:46]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Við getum ekki stutt þetta mál í heild sinni þar sem í því er að finna ýmsar ráðstafanir sem hæstv. ríkisstjórn er að gera sem við erum ekki meðmælt. Við höfum hins vegar stutt þær breytingartillögur á málinu sem við teljum vera til bóta og þar á meðal efnislega álagningu sérstaks og hækkaðs bankaskatts.

Engu að síður eru þarna á ferð breytingar sem við erum í mörgum tilvikum andvíg. Breytingartillögur okkar við 2. umr. voru felldar þannig að málið er alls ekki þannig úr garði gert sem við hefðum viljað sjá það. Hæstv. ríkisstjórn hlýtur auðvitað að bera ábyrgð á því, enda liður í aðgerðum hennar sem tengjast afgreiðslu fjárlaga á þessu ári.