143. löggjafarþing — 44. fundur,  20. des. 2013.

tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014.

2. mál
[10:46]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Við styðjum ekki þetta frumvarp við endanlega afgreiðslu. Við styðjum álagningu bankaskattsins og teljum mikilvægt að hann sé eins vel úr garði gerður og kostur er.

Í þessu frumvarpi sjást afleiðingar þess handahófskennda krafs sem hefur einkennt samsetningu fjárlaganna á síðustu metrunum, þar með talin sú breyting sem ég átel sérstaklega varðandi vaxtabæturnar þar sem fólk á meðaltekjum sem keypti húsnæði sitt eftir 2010 og mun ekkert fá út úr aðgerðunum miklu á næsta ári mun þurfa að sæta því að forsendur íbúðakaupa þeirra standist ekki fyrir tilverknað þessarar ríkisstjórnar.