143. löggjafarþing — 44. fundur,  20. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[10:50]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Það ræður úrslitum um okkar afstöðu til þessa að það er ljóst að skráningargjöldin — sem svo óheppilega eru kölluð á stöku stað í frumvörpum stjórnarmeirihlutans skólagjöld en ég held að það hafi verið leiðrétt, þetta eru skrásetningargjöld — renna ekki að fullu til háskólans. Þar með er þetta skattur á stúdenta. Það er svo einfalt og við erum á móti því.