143. löggjafarþing — 44. fundur,  20. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[10:56]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Hér er gerð sú krafa að í stað 215 milljóna verði 150 milljónir teknar af Ríkisútvarpinu. Samhliða er samþykkt að áður boðaður niðurskurður á auglýsingatíma Ríkisútvarpsins úr tólf mínútum í átta verði áfram tólf mínútur á hverjum klukkutíma. Ég styð þessar aðgerðir, virðulegur forseti, og við í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eins og sjá má á grænum takka.

Það er þó hálfdapurlegt að hlusta á fráfarandi ríkisstjórnarflokka harma allan niðurskurð á Ríkisútvarpinu sem nú kemur til þegar þeir stóðu að ekki minni niðurskurði á síðustu árum.