143. löggjafarþing — 44. fundur,  20. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[11:03]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Það er undarlegt að heyra tal manna, það er eins og þeir hafi ekki áttað sig á þeim breytingum sem hafa orðið. Á göngum spítalanna eru nefnilega sjóðvélar í gangi. Allir sem fara í kviðsjáraðgerðir sem standa yfir hálfan dag borga, þeir borga meira að segja fyrir aðgerðina. Þeir borga fyrir sérfræðingana, hjúkrunina og allar rannsóknir. Þetta er búið að vera í gangi núna í mörg ár, líka þegar síðasta ríkisstjórn var, hún bara tók ekki eftir þessu. Það eru sjóðvélar í gangi í ferliverkum og þvílíku hjá spítölunum. Þessi heilaga kýr er ekki eins heilög og hún sýnist. (Gripið fram í: Rétt.) (Gripið fram í: Akkúrat.)

Núna er verið að vinna að nýju greiðsluþátttökukerfi sem tekur væntanlega á þessu eins og öðru. Ég vonast til að sú breyting komi fram þannig að sjúklingar séu jafn settir. Ég geti ekki séð, herra forseti, að krabbameinssjúlingur sem fer í kviðsjáraðgerð sé minna veikur en annar sem fer í krossbandaaðgerð og liggur inni. [Kliður í þingsal.]