143. löggjafarþing — 44. fundur,  20. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[11:06]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Það er ekki góður bragur að því að hérna verði málþóf til að reyna að fá fellda einhverja ákveðna hluti út úr þessum tekjuaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þegar ríkisstjórnin veit þetta setur hún að sjálfsögðu ákvæði inn í frumvarpið, eins og komugjöld á sjúkrahús og desemberuppbótina fyrir atvinnulausa, og svo er vitað að í samningum er þetta notað til að bakka aftur með.

Þetta þýðir að verið er að auka áhyggjur sjúks fólks sem veit að það er að fara á spítala og atvinnulauss fólks sem heldur að það fái ekki desemberuppbótina sína. Á kostnað þess fólks er verið að skapa ákveðið leikspil í þinginu. Við verðum að finna einhverja aðra leið til að lenda tekjufrumvarpinu (Forseti hringir.) en þessa. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (Gripið fram í.)