143. löggjafarþing — 46. fundur,  21. des. 2013.

tekjuskattur.

265. mál
[14:49]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, fyrir ræðuna. Nú hafa náðst samningar sem eru bundnir því skilyrði að þetta frumvarp verði samþykkt. Ég vil því spyrja hv. þingmann hvort þessi ræða sé í samræmi við breytta umræðuhefð sem hann lofaði eftir kosningar.