143. löggjafarþing — 47. fundur,  21. des. 2013.

tekjuskattur.

265. mál
[17:40]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Við í Bjartri framtíð styðjum þetta mál. Þetta er betri tekjuskattslækkun en sú sem við samþykktum í gær og auk þess er þetta mál hluti af forsendum kjarasamninga. Ég vil líka nota tækifærið og hvetja til þess að samráð stjórnvalda og launþegahreyfingarinnar eða aðila vinnumarkaðarins fari fram í tíma fyrir næstu lotu kjaraviðræðna. Það var ekki góður bragur á þessari lagasetningu en sýnir samt nauðsyn samráðsins og að það fari þá fram með góðum fyrirvara næst.