143. löggjafarþing — 48. fundur,  21. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[17:53]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mér er bent á það af sessunautum mínum að vera skilvirkur í þessari ræðu sem ég mun að sjálfsögðu gera með því að benda bara pírötum og landsmönnum öllum á að hv. þingmaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, lýsti þessu mjög vel. Þetta er skörp hægri beygja. Hlustið á ræðu hennar, hún tók þetta allt vel saman. [Hlátur í þingsal.]