143. löggjafarþing — 49. fundur,  14. jan. 2014.

staða verndarflokks rammaáætlunar.

[14:14]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Er forseti hélt fund með formönnum þingflokka sl. föstudag lágu fyrir á sama tíma tvær samhljóða óskir um umræðu um stöðu verndarflokks rammaáætlunar. Með samþykki allra þingflokksformanna hefur forseti brugðið á það ráð, einnig í samkomulagi við málshefjendur, að þeir verði báðir málshefjendur við þessa sérstöku umræðu. Umræðan verður af þessum sökum nokkrum mínútum lengri en kveðið er á um í þingsköpum.

Málshefjendur eru því hv. þingmenn Katrín Jakobsdóttir og Róbert Marshall. Hæstv. umhverfis- og auðlindaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson verður til andsvara.