143. löggjafarþing — 49. fundur,  14. jan. 2014.

jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

237. mál
[15:19]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Með þessu frumvarpi er verið að taka pólitíska ákvörðun um að jafna kostnað við dreifingu rafmagns milli dreifbýlis og þéttbýlis. Í samræmi við málflutning hv. þingmanns var það væntanlega pólitísk ákvörðun síðustu ríkisstjórnar að gera ekki neitt í þessum málum; láta skýrsluna, láta allt samráðið (Gripið fram í.)fara með samráðið, fá skýrsluna, (Gripið fram í.)(Forseti hringir.) frú forseti, fá skýrsluna fram, fá allt samráðið og gera svo það sem sú ríkisstjórn gerði best af öllu, virða það að vettugi. Það er komin ríkisstjórn sem er með pólitíska áherslu og (Gripið fram í.)er með í stjórnarsáttmála að jafna kostnað við dreifingu raforku milli dreifbýlis og þéttbýlis og hér er komið frumvarp til að gera það.