143. löggjafarþing — 49. fundur,  14. jan. 2014.

jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

237. mál
[15:20]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Rétt til að byrja með vegna síðasta atriðisins þá voru auðvitað settir fjármunir í þetta af fyrri ríkisstjórn á fjárlögum síðasta árs.

Við erum öll sammála um markmið þessa máls, þangað sem útgjöldin eiga að fara í það að jafna kostnað fólks hér í landinu. Spurningin er hins vegar um fjármögnunina. Hér er ekki hægt að sjá annað en að hæstv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra sé að koma inn með nýjan skatt, sé enn að flækja skattkerfið, meira að segja skatt sem á ekki að leggjast á alla, hann á bara að leggjast á suma. Ýmislegt getur bent til þess að hann sé líka til þess fallinn að draga úr hvata til hagræðingar og til þess að leita nýrra orkuöflunarkosta.

Ég hlýt að spyrja hæstv. ráðherra Ragnheiði Elínu Árnadóttur hvort þetta sé ekki í algerri andstöðu við það sem hún hefur nýverið boðað almenningi í nýafstöðnum þingkosningum þar sem ég hélt að málflutningurinn væri um að einfalda skattkerfið, hafa færri tekjupósta og stærri til þess að kosta okkar sameiginlegu (Forseti hringir.)