143. löggjafarþing — 49. fundur,  14. jan. 2014.

jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

237. mál
[16:44]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég bið hv. þingmann velvirðingar, ég var með þessa fyrirspurn skrifaða hér á blaði. Mér láðist að fara yfir það í ræðu minni. Stefnan er, þegar þetta hefur tekið gildi að fullu, að kerfið verði þannig úr garði gert að það sjái um þessa jöfnun sjálft. 240 milljónirnar eru til þess að greiða niður mismuninn. Gangi þetta eftir verður ekki þörf á að taka fjármagn úr ríkissjóði sérstaklega í þessar niðurgreiðslur því að kerfið fjármagnar þá jöfnunina sjálft. Það er hugsunin á bak við þetta. Ég held að við hv. þingmaður getum verið sammála um að við getum fundið góð not fyrir þær 240 milljónir þegar þar að kemur.