143. löggjafarþing — 50. fundur,  15. jan. 2014.

skipun nefndar um málefni hinsegin fólks.

29. mál
[15:41]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég kem fyrst og fremst upp til að þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir störf hennar að þessu máli og fagna samstöðu þingmanna um þetta góða mál. Þó að við höfum margt gott gert í málefnum hinsegin fólks getum við gert betur, en það er mikilvægt að þeir áfangar sem hafa náðst hafa náðst í samstöðu og ég vona að þessi atkvæðagreiðsla sýni að svo verði áfram.