143. löggjafarþing — 50. fundur,  15. jan. 2014.

átak til atvinnuuppbyggingar í Austur-Húnavatnssýslu.

107. mál
[15:47]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um þingsályktunartillögu um eflingu atvinnulífs í Austur-Húnavatnssýslu. Ég tel mjög brýnt að á þessu svæði sem hefur átt undir högg að sækja verði spýtt í lófana og reynt að nýta þá raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun fyrir það svæði í næsta nágrenni og horft til ýmiss konar iðnaðar eins og gagnavers og annars sem hugsanlega kæmi til greina. Ég treysti því að stjórnvöld muni vinna með heimamönnum að þessu verkefni. Ég er ánægð með að þingheimur er sammála um að það sé mjög brýnt að efla þetta svæði sem vissulega hefur mátt muna fífil sinn fegurri. Það skiptir máli að hægt sé að nota þá raforku sem framleidd er á því svæði þar sem hún er framleidd. Og það á við þar.