143. löggjafarþing — 51. fundur,  16. jan. 2014.

lyfjalög.

222. mál
[11:52]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Örlítið, til frekari upplýsinga. Breytingin sem hér er lögð fram mun byggja á ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum í kjölfarið á því að dvalarheimilið Grund kærði þá framkvæmd sem þarna hefur verið stunduð fyrir íslenskum dómstólum. Þá var fengið ráðgefandi álit frá Eftirlitsstofnun EFTA og á grunni þess eru breytingarnar meðal annars lagðar til. Þetta eru þær upplýsingar sem ég hef ferskastar frá embættismönnum mínum.