143. löggjafarþing — 51. fundur,  16. jan. 2014.

framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði.

250. mál
[12:40]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. innanríkisráðherra fyrir svarið og lýsi ánægju minni yfir því að það skuli vera tryggt að einmitt þeir peningar sem voru settir í sérstakt átak eða viðbrögð við alvarlegu ástandi hvað varðar kynferðislegt ofbeldi skuli vera tryggðir inn í framtíðina. Það er auðvitað fleira sem tengist því sem þarf að tryggja líka sem er uppbyggingin í Barnahúsi og endurbætur á öllu umhverfinu, allt sem var í fullum gangi og ég treysti á að fylgt verði eftir, enda hafa menn ekki haft orð um annað.

Það kemur nefnilega ágætlega fram hjá hæstv. ráðherra að af þeim 500 milljónum sem verið er að tala um núna voru í rauninni, held ég, um það bil í 200 milljónir komnar, en þær eru svo festar í sessi hér.

Ég lýsi því stuðningi við að þarna komi inn aukningar og hlakka til að sjá útfærsluna á því og treysti á að sú sátt náist um þær tillögur sem mér heyrist að hæstv. ráðherra reikni með.