143. löggjafarþing — 52. fundur,  20. jan. 2014.

framlög til menningarsamninga.

[15:26]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Herra forseti. Ég þakka ágæta fyrirspurn hv. þm. Kristjáns L. Möllers, held reyndar að hún beinist að röngum ráðherra og eigi að snúa að iðnaðarráðherra en samningar um menningartengda ferðaþjónustu og menningarsamninga heyra undir iðnaðarráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Engu að síður þekki ég aðeins til þessara mála þar sem við höfum verið að ræða það á vettvangi ríkisstjórnar að koma þessum málum öllum undir einn hatt og áfram er unnið að því.

Ég tel mjög mikilvægt að við notum þá kanala sem við höfum til þess að örva heimamenn til dáða svo að þeir séu með í því að byggja upp þá þjónustu sem menn vilja beina þeim fjármunum sem koma frá ríkinu í. Ég tel það mjög mikilvægt en get að öðru leyti ekki svarað fyrir þetta. En ég skal leitast eftir því við mína samráðherra að þeir séu búnir undir slíka umræðu.