143. löggjafarþing — 55. fundur,  23. jan. 2014.

fríverslunarsamningur Íslands og Kína.

73. mál
[13:55]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Mig langar að spyrja út frá orðum þingmannsins: Má skilja það svo að við getum haft einhver áhrif til þess að bæta stöðu þeirra sem verða fyrir mannréttindabrotum í Kína og í þeim löndum sem kínversk yfirvöld hafa hertekið, eins og t.d. Tíbet? Þætti hv. þingmann ekki við hæfi að við mundum greiða atkvæði og klára að afgreiða þingsályktun sem ég lagði fram um málefni Tíbets á sama tíma og við greiðum atkvæði um þennan samning? Þá getum við svo sannarlega sýnt í verki að við ætlum í alvörunni að beita okkur fyrir því að mannréttindi séu ekki þverbrotin í Kína. Hvað finnst hv. þingmanni Birgi Ármannssyni um það?