143. löggjafarþing — 56. fundur,  27. jan. 2014.

varamenn taka þingsæti.

[15:03]
Horfa

Forseti (Kristján L. Möller):

Borist hefur bréf frá hv. 2. þm. Norðvest., Einari K. Guðfinnssyni, um að hann geti ekki sótt þingfundi á næstunni. Jafnframt hafa borist bréf frá Sigrúnu Magnúsdóttur, formanni þingflokks Framsóknarflokksins, Svandísi Svavarsdóttur, formanni þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, og Helga Hjörvar, formanni þingflokks Samfylkingarinnar, um að Þorsteinn Sæmundsson, 10. þm. Suðvest., Ögmundur Jónasson, 8. þm. Suðvest., og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, 3. þm. Reykv. s., geti ekki sótt þingfundi á næstunni.

Í dag taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þau 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, Sigurjón Kjærnested, 2. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, Ólafur Þór Gunnarsson, en 1. varamaður á lista í kjördæminu hefur boðað forföll, og 2. varamaður á lista í Reykjavíkurkjördæmi suður, Mörður Árnason, en 1. varamaður á lista í kjördæminu hefur boðað forföll.

Þau hafa öll tekið sæti áður á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.

Jafnframt hafa borist bréf frá formönnum þingflokka Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Sigrúnu Magnúsdóttur, um að Brynjar Níelsson, 5. þm. Reykv. n., og Karl Garðarsson, 8. þm. Reykv. s., geti ekki sinnt þingmennsku á næstunni.

Í dag taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þá 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykv. n., Ingibjörg Óðinsdóttir, og 2. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Reykv. s., Jóhanna Kristín Björnsdóttir, en 1. varamaður á lista í kjördæminu hefur boðað forföll.

Kjörbréf Ingibjargar Óðinsdóttur og Jóhönnu Kristínar Björnsdóttur hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt, en þær hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

[Ingibjörg Óðinsdóttir, 5. þm. Reykv. n., og Jóhanna Kristín Björnsdóttir, 8. þm. Reykv. s., undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.]