143. löggjafarþing — 56. fundur,  27. jan. 2014.

hlutverk verðtryggingarnefndar og verðtryggð lán.

[15:17]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég ætla ekki að elta ólar við útúrsnúninga hv. þingmanns. Svar við þeirri fyrirspurn sem sást glitta í í ræðu þingmannsins er hins vegar mjög einfalt. Það er einfaldlega að ítreka það sem ég sagði hér áður að verkefni þessa sérfræðingahóps var að útfæra það sem búið var að ákveða. Raunar má bæta því við, af því að hv. þingmaður gat ekki um það, að ástæðan fyrir því að menn töldu ekki rétt að hafa fulltrúa meðal annars úr hans flokki í þessari vinnu var annars vegar sú að búið var að ákveða stefnuna en hins vegar sú að flokkur hv. þingmanns var á móti þeirri stefnu vegna þess að hann hefur alltaf staðið vörð um verðtryggða kerfið.

Sérfræðingahópurinn tók að sér þetta verkefni, skilaði tveimur álitum á því hvernig best væri að standa að afnámi verðtryggingarinnar. Ég ítreka það sem ég sagði áðan: Fyrir vikið höfum við mikið efni til að vinna úr um hvernig best sé að standa að því afnámi. Með þessari vinnu hefur verið staðfest að það sem stjórnarmeirihlutinn lagði upp með er raunhæft og framkvæmanlegt þó að menn hafi ólíkar skoðanir á því hversu langan tíma taki að framkvæma það með sem bestum hætti.