143. löggjafarþing — 56. fundur,  27. jan. 2014.

rekstrarvandi hjúkrunarheimila.

[15:39]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Þannig háttar til að sennilega hefur verið bætt í þennan málaflokk hátt í milljarði króna, fyrst og fremst til að fjölga rýmum því að biðlistar eftir rýmum á stofnunum, sérstaklega hjúkrunarheimilum, eru klárlega æðilangir. Meðan svo háttar til að við komum þessu fólki illa í vist hefur það einfaldlega verið sett í forgang að gefa því kost á að fá inni á hjúkrunarheimilum. Það er alveg rétt að aðstæður eru misjafnar, ég heyri þessa ræðu frá sumum forstöðumönnum í öldrunarþjónustunni, ekki öllum. En þannig háttar engu að síður til að sum þessara heimila eru að sækjast eftir því að fá fleiri rými til rekstrar að óbreyttum daggjöldum þannig að það segir mér um leið að sums staðar gera menn þetta með þeim hætti að viðunandi er meðan aðrir fara misvel með. Það er bara eins og í öllu öðru, (Forseti hringir.) ég legg áherslu á að við getum og verðum að bíða því að ekki stendur til að breyta fjárlögum ársins. Það var markað (Forseti hringir.) í lok desember hver fjárveitingin væri sem við hefðum úr að spila.