143. löggjafarþing — 58. fundur,  28. jan. 2014.

ummæli þingmanns í umræðum um störf þingsins.

[14:09]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvort ég geri athugasemdir við fundarstjórn forseta. Þó vildi ég beina því til hans að hann mundi þá ræða ákveðið mál í forsætisnefnd því að fram kom í máli eins hv. þingmanns að óeðlilegt væri að hér væri að koma upp, og vitnaði í orð viðkomandi hv. þingmanns í þessari umræðu. Ef svo er höfum takmarkað umræðuna nokkuð mikið.

Ég held að orðaskiptin hér sýni að svo mikið er víst að það hefur ekki verið gert fram til þessa.

Í því samhengi hefði ég gjarnan viljað og nota öll þau tækifæri til að eiga orðastað við hv. þm. Steingrím J. Sigfússon um málið sem ég nefndi, en ef það er orðið óviðurkvæmilegt að maður vitni í orðaskipti þingmanna undir liðnum um störf þingsins, í störfum þingsins, verðum við að finna einhvern stað til að ræða þau mál.