143. löggjafarþing — 58. fundur,  28. jan. 2014.

almenn hegningarlög.

109. mál
[14:49]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég get að minnsta kosti sagt að ég er tilbúinn að taka þá umræðu og finnst hún eiga fullan rétt á sér. Við málarekstur þessa máls komum við aðeins inn á hvort refsingarnar hefðu haft forvarnaáhrif til að umræðan færi ekki út um víðan völl, en fangelsisrefsingar hafa vissulega aldrei verið nýttar í þessu. Mér finnst því full ástæða til að taka þessa umræðu en ég ætla ekki að mynda mér skoðun fyrr en ég hef farið dýpra í þá kynningu.