143. löggjafarþing — 58. fundur,  28. jan. 2014.

almenn hegningarlög.

109. mál
[14:51]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Ég er ekkert að segja að fangelsisrefsingin geri útslagið í þessu, heldur er það bara að þetta er í lögunum til að hafa kontról á umræðunni og hvað þarf að ganga langt, það er það sem umræðan snýst um. Ég ætla ekkert að fullyrða um að það þurfi að vera fangelsisrefsing. Það er kannski mjög vel í lagt af því að tjáningarfrelsið er mjög mikilvægt og við getum þess í nefndaráliti okkar eftir 1. umr. að það sé nauðsynlegt að það sé tryggt. Þess vegna er það ekkert sjálfgefið að það þurfi að vera fangelsisrefsing til að ná þessu sama fram þó að margir geti oft gengið mjög langt í að tjá sig þrátt fyrir þetta ákvæði.