143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

gjald af makrílveiðum.

[15:06]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegi forseti. Þessi ríkisstjórn er að gera það sem síðasta ríkisstjórn gerði ekki og hámarka tekjumöguleika samfélagsins af sjávarútvegi og þar með talið makrílveiðum. Þær breytingar sem verða gerðar á fiskveiðistjórn og gjaldtöku fyrir fiskveiðistjórn munu miða að því að sjávarútvegurinn skili samfélaginu hámarksávinningi og þar er makríllinn undir líkt og aðrar fisktegundir. Hins vegar væri fráleitt að fara að taka upp mismunandi fiskveiðistjórnarkerfi fyrir hverja og eina tegund. Allar tegundir verða þarna undir með það að markmiði að hámarka ávinning samfélagsins af sjávarútvegi og allt útlit fyrir að það muni takast betur en á síðasta kjörtímabili.