143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[15:43]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er það eitt á ferðinni að það er verið að kjósa hér í þingsal þá sem eiga að sitja í stjórn Ríkisútvarpsins. Sú kosning endurspeglar niðurstöðu síðustu alþingiskosninga. Ekkert annað er hér á ferðinni. (Gripið fram í: Af hverju?)(BirgJ: Það var gert samkomulag.)

Hvað varðar fjölda sjónarmiða í stjórn Ríkisútvarpsins var auðvitað hugsunin sú að með því að þar sætu níu einstaklingar með breiðan og fjölbreyttan bakgrunn, óháð kannski líka flokkspólitískum skoðunum, ólíkir einstaklingar [Kliður í þingsal.] sem kæmu úr mismunandi áttum, af landsbyggðinni, af höfuðborgarsvæðinu, væri tryggt að fram kæmu ólík sjónarmið.

Það er það sem skiptir máli. Ég held að það hafi sýnt sig að eðlilegt er að Alþingi taki ákvörðun um það hverjir sitja í stjórn Ríkisútvarpsins og það er líka eðlilegt að við þá ákvörðunartöku ráði niðurstöður alþingiskosninga. (Forseti hringir.)Það er hið eðlilega í málinu, virðulegi forseti.