143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[15:52]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mér finnst það mikil vonbrigði að Píratar muni ekki lengur eiga sinn fulltrúa í stjórn RÚV. Mér fyndist það einmitt vera í anda nýrra og betri stjórnmála að hafa hlutföllin 5:4 frekar en 6:3. Best væri auðvitað að það væri enginn meiri hluti og enginn minni hluti.

Mig langar að biðja stjórnvöld og stjórnarliða að opna hugann fyrir því að það er styrkur í fjölbreytileikanum. Við eigum ekki að hræðast hann. Ég held að stjórn RÚV yrði betri eftir því sem fleiri ættu aðild að henni. Ég vona að einhver stjórnarliði eða einhverjir, sem flestir, kjósi með lista B. Við eigum að fagna fjölbreytileikanum og ekki hræðast hann.