143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[15:54]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það veldur mér satt að segja svolitlum vonbrigðum að við skulum standa í þessum sporum í dag og að ríkisstjórnin eða stjórnarmeirihlutinn sé ekki nógu stór í huganum til að sjá að miklu betra er að allir stjórnmálaflokkar hafi fulltrúa í útvarpsráði, ég tala nú ekki um vegna þess að stjórnarmeirihlutinn hefur meiri hluta. Meiri hlutinn er stór en hann er ekki stór í huganum. Þetta veldur mér vonbrigðum en ég segði ósatt ef ég segðist vera hissa.