143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[16:05]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er alveg rétt að það kom fram í máli mínu að það var og er meiningin að auka breiddina á þeim sjónarmiðum sem mundu heyrast í stjórninni. Því fleiri einstaklingar sem eru í stjórninni, því dreifðari sjónarmið koma fram. Við erum ekki að tala hér um fleiri flokkssjónarmið, við erum að tala um fleiri sjónarmið einstaklinga með mismunandi bakgrunn. (BirgJ: Bakgrunn …) Það er landsbyggðin, það eru listamenn, það er fólk frá háskólasamfélaginu, góðir rekstrarmenn — þetta er allt hér. Stjórnarmenn hafa kannski mismunandi bakgrunn í hinu og þessu. Það er sú breidd sem við þurfum að tryggja í stjórninni, að hún endurspegli (Gripið fram í.) þjóðfélagið. Það er hægt að tryggja það þó að þeir hafi svipaðar flokkspólitískar skoðanir.

Svo þegar við setjum svona lagareglu um hvernig verði kosið, um að Alþingi kjósi stjórnina, hlýtur það að endurspegla hlutföllin á þinginu. (BirgJ: Eruð þið 66%? Kunnið þið ekki að reikna?)