143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[16:06]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það hagar svo til eins og hv. þingmenn vita að hér innan þings eru kjörnir nokkrir þingmenn sem á fyrri stigum starfsferils síns hafa ýmist hafa lifibrauð sitt eða nokkurn hluta tekna af því að starfa fyrir Ríkisútvarpið. Ég treysti því að þessir þingmenn úr röðum stjórnarliða átti sig á mikilvægi þess að þar inni séu fjölbreytt sjónarmið og hinn ægiþungi hrammur meiri hluta stjórnarinnar ríði ekki húsum og taki allar ákvarðanir einhliða. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)