143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[16:10]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vildi bara að því yrði haldið til haga — virðulegur forseti skráir það kannski hjá sér — að allt sem hv. þm. Helgi Hjörvar hefur sagt um aðkomu mína að þessu máli er rangt, er bull, og hv. þm Steingrímur J. Sigfússon og hv. þm. Guðbjartur Hannesson ættu kannski ekki að vera svona fljótir á sér að trúa því sem kemur frá hv. þm. Helga Hjörvar þegar ég er annars vegar.

Það er hins vegar önnur saga að það má alveg rifja það upp miðað við þessa heilögu vandlætingu minni hlutans sem birtist hér að á sínum tíma, eftir kosningarnar 2009, fannst sama fólki ekkert að því að kaupa einn af stjórnarandstöðuflokkunum til fylgilags við sig til að lágmarka fulltrúa þeirra flokka sem nú mynda meiri hluta, mynda ríkisstjórn, í nefndum og ráðum. Einn flokkur (Gripið fram í.) var beinlínis tekinn úr minni hlutanum til að lágmarka fjölda fulltrúa Sjálfstæðisflokks (Forseti hringir.) og Framsóknarflokks. [Kliður í þingsal.]