143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[16:35]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég held ég verði að segja að þessi umræða sem fer hér fram í dag undirstriki það í mínum huga hve ákvörðun um að breyta fyrirkomulaginu á stjórn RÚV síðastliðið vor var röng, hversu alröng hún var. En enn er von. Hv. stjórnarliðar geta hætt við að bíta hausinn af skömminni. Ef einhverjum í þeirra hópi finnst svona óskaplega erfitt að merkja X við B gætu kannski einhverjir þeirra valið að sitja hjá, skila auðu.