143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

kosning í stjórn Ríkisútvarpsins.

[16:56]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Sú niðurstaða sem nú er orðin er auðvitað ekki fagnaðarefni fyrir Ríkisútvarpið. Hún hlýtur að kalla á að við endurskoðum það traust sem við hefðum getað haft í samskiptum milli stjórnar og stjórnarandstöðu hér innan húss. Hún setur í mjög sérstakt ljós eilíft sáttatal ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega hæstv. forsætisráðherra (Gripið fram í: Ertu að tala um …) og hún hlýtur að kalla á að við endurmetum á vettvangi þingsins þörfina fyrir níu manna stjórn í Ríkisútvarpinu.