143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

almenn hegningarlög.

109. mál
[17:15]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nú erum við að greiða atkvæði um breytingu á almennum hegningarlögum þar sem þeim hópi með kynáttunarvanda er bætt inn í tvær lagagreinar. Þetta hefur fengið mikla og almenna umfjöllun í nefndinni og algjör sátt er um það, alla vega um aðra greinina um breytinguna, en hins vegar varð umræða um það sem tengist þeirri breytingu sem við erum líka að greiða atkvæði um, þ.e. um refsirammann, að breyta honum. Það var álit meiri hluta nefndarinnar án þess að taka afstöðu til þeirrar tillögu, að ekki væri verið, þó að opnaðist fyrir breytingu á almennum hegningarlögum, að opna fyrir breytingu á refsiramma laganna. Þess vegna er meiri hlutinn sammála því að breytingartillaga um afnám fangelsisrefsingar nái ekki fram að ganga í þessu þingmáli.