143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

almenn hegningarlög.

109. mál
[17:19]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tek undir flestallt það sem hv. þm. Guðbjartur Hannesson sagði í umræðunni enda endurspegla rök hans afstöðu meiri hluta nefndarinnar tel ég vera, þ.e. þau að hér er fyrst og fremst verið að bæta einum hópi inn í lögin í samræmi við þróun mannréttindamála í löndunum í kringum okkur og stöðu þess hóps sem um ræðir í samfélagsumræðunni almennt. Við teljum að af því tilefni sé ekki rétt, vegna þess að lögin opnist þess vegna, að fara inn í refsirammahlutann almennt en höfum hins vegar tekið undir þau sjónarmið að rétt sé að skoða bæði stöðu tjáningarbrota svokallaðra í hegningarlögum, en ekki síður almennt refsiramma við hegningarlagabrotum. Ég sé fyrir mér að full ástæða sé til að hvetja Pírata áfram í því að útbúa sérstakt þingmál til að skoða þetta ítarlega.