143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

almenn hegningarlög.

109. mál
[17:20]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er ánægjulegt að heyra að þingmenn séu tilbúnir til að skoða þá miklu tímaskekkju sem felst í því að hægt sé að fangelsa fólk fyrir að tjá skoðanir sínar. Ég fagna því og vona að þingmenn meiri hlutans séu jafnframt opnir fyrir þessum breytingum, því það á ekki við á 21. öldinni að fólk geti þurft að sitja í fangelsi fyrir að segja skoðanir sínar þó að þær falli ekki öllum í geð. Ég vil ítreka að við erum ekki að leggja til að það verði refsilaust, en aftur á móti að fólk þurfi ekki að sitja í fangelsi fyrir það að hafa skoðanir.