143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

almenn hegningarlög.

109. mál
[17:22]
Horfa

innanríkisráðherra (Hanna Birna Kristjánsdóttir) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil í tilefni af þessari atkvæðagreiðslu nota tækifærið og þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir vinnuna í kringum þetta mál og þakka þingmönnum allra flokka fyrir hversu vel hefur verið tekið á málinu og hversu góð samstaða hefur náðst um það. Það er ekki sjálfgefið að þingheimur og fulltrúar allra flokka taki saman höndum um svona mál, það er ekki sjálfgefið. Ísland hefur hins vegar fyrir löngu ákveðið að vera hugrakkt og framsýnt hvað varðar þau mál. Ég er stolt af því að tilheyra Alþingi sem tekur á málunum á þennan hátt. Það skiptir miklu máli fyrir hópa í samfélaginu og þá fjölbreytni sem við viljum hafa til staðar hér að við höfum tekið það skref að samþykkja þessi lög í dag.