143. löggjafarþing — 60. fundur,  10. feb. 2014.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[15:40]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F):

Virðulegi forseti. Mér finnst í raun mjög merkilegt og fyrir neðan virðingu þingmanna að koma hér í ræðustól og láta í það skína að hæstv. ráðherra sé á flótta undan einhverju málefni. Hér hafa ráðherrar forfallast hvað eftir annað úr óundirbúnum fyrirspurnum eða öðrum dagskrárliðum þingsins og svo koma þingmenn og gefa í skyn að ráðherrann vilji ekki ræða málið. Ég veit ekki betur en að ráðherra sé búinn að ræða það í fjölmiðlum og hér í þingsal einhvern tímann.

Það býr eitthvað annað að baki, hæstv. forseti, en það að þingmenn vilji endilega ræða við ráðherra. Ég velti líka fyrir mér, þegar menn nefna lögreglurannsókn, hvort enginn sé að rannsaka hvernig á því stendur að ákveðnir þingmenn hafi einhver gögn undir höndum. Er ekki ástæða til að kalla eftir því að það sé rannsakað?