143. löggjafarþing — 62. fundur,  12. feb. 2014.

umferðarlög.

284. mál
[17:09]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrir þessi skýru og góðu svör og vil hnykkja á þeim tveimur spurningum sem átti eftir að svara.

Hver er ástæðan fyrir því sem fram kemur í 2. gr. frumvarpsins að barn sem er farþegi á bifhjóli, öðru en léttu bifhjóli, þurfi að vera 150 sentimetrar á hæð? Mun það skapa einhver vandamál að fólk á bifhjóli sé með börnin sín sem eru undir þessari stærð á hjólinu?

Gæti hið þarfa mál átt heima í þessu frumvarpi að lækka leyft áfengismagn í blóði niður í 0,2 prómill, eins og lagt er til í frumvarpi um ný umferðarlög og ég held að hljóti að vera almenn sátt um?