143. löggjafarþing — 63. fundur,  13. feb. 2014.

virðisaukaskattur.

289. mál
[16:08]
Horfa

Flm. (Bjarkey Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég tek undir að samstaða er um málið í öllum flokkum, held ég, enda flutningsmenn þess frá allflestum flokkum. Ástæðan fyrir því að ég legg það fram er akkúrat sú að þetta gleymist. Við þurftum að ganga frá því á lokametrunum við fjáraukalögin 2013 og svo aftur fyrir þetta ár. Þetta er nokkuð sem ég lít svo á að verði hugsanlega eyðublað í virðisaukaskattskerfinu eða eitthvað slíkt sem fólk getur fyllt út og þarf ekki að vera flókið í mínum huga.

Við vitum að það er von á holskeflu af málum frá stjórninni, en ég vona að við náum að afgreiða þetta mál því að gildistíminn er jú á næsta ári þannig að við getum gengið út frá því að þetta verði, sérstaklega af því að það virðist ríkja mikill einhugur um málið enda er kannski verið að tala um milljón eða eitthvað slíkt í virðisaukaskattsendurgreiðslu, það eru ekki stærri fjárhæðir þegar allt er tekið.