143. löggjafarþing — 65. fundur,  19. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[17:51]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það að hafa öðru hvoru þjóðaratkvæðagreiðslur um stórmál dregur ekki úr gildi fulltrúalýðræðis, eins og ég reikna með að hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi haft trú á þegar þeir lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál fyrir síðustu kosningar.